Skemmtilegur fimmtudagur...
Úff púff. Fimmtudagar eru erfiðir því þá er skóli frá kl. 12:15 til 18:00. Ég og Hanna vorum orðnar svo þreyttar kl. 17:00 að við ákváðum að skrópa í síðasta tímann (hélt reyndar að Hanna gerði ekki svoleiðis?) enda var okkur beinlínis orðið illt í óæðri endanum eftir alla þessa setu, í einkar óþægilegum sætum. Á Eggertsgötunni fékk ég heldur betur höfðingslegar móttökur. Eiginmannsefnið tók á móti mér með dýrindis kjúklingí ásamt meðlæti og rauðvíni. Síðan var þotið í Þjóðleikhúsið, ásamt fjölskyldu eiginmannsefnisins, að sjá leikritið "Þetta er allt að koma", sem er byggt á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar rithöfundar og leikstýrt af Baltasar Kormáki. Ég skemmti mér mjög vel á sýningunni, enda ár og öld síðan ég hef farið á "alvöru" leiksýningu. (varla telst Fame með?) Var sérstaklega hrifin af leikmyndinni og sviðinu sem var mjög frumlegt. Þá fannst mér Ólafía Hrönn standa sig frábærlega, bæði í hlutverki aðalpersónunnar Ragheiðar Birnu (á efri árum) og hlutverki sonar Ragnheiðar, Geysis Þórs. Hér á eftir má sjá lýsingu á leikritinu: "Leikgerð hinnar vinsælu skáldsögu Hallgríms Helgasonar um stormasaman æviferil listakonunnar Ragnheiðar Birnu, erfiða baráttu hennar og leit hennar að hinum hreina tóni. Rússíbanaferð um íslenskt samfélag síðustu áratuga, strauma og stefnur í lífi og listum, þar sem fjölmargar skrautlegar persónur koma við sögu. Hér getur allt gerst og ekkert er heilagt?!"
5 Comments:
At 4:39 AM,
Bjorkin said…
Alltaf jafn myndarlegur:)
At 12:20 PM,
Halika said…
ég var að flýta mér svo mikið úr þessum leiðinlega tíma að ég gleymdi netkortinu mínu í skólanum :O
Innst inni leynist lítill skrópari ... screaming to get out...! ;)
At 1:42 PM,
Gullrosa said…
Mig minnir að sumir hafi fengið sérstaka viðurkenningu fyrir 100% mætingu á menntaskólaárunum! ;)
At 4:37 PM,
Halika said…
Það var líka eina viðurkenningin sem ég vissi að gæti fengið og stefndi því að henni í heil 4 ár ;)
At 2:01 AM,
Gullrosa said…
Ég var einu sinni tekin á teppið af Sillu á skrifstofunni fyrir slæma mætingu! Ég er einfaldlega fæddur skrópari! ;)
Post a Comment
<< Home