Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, April 12, 2005

It's here!

Þá er uppáhaldstímabilið mitt að ganga í garð!

Sá tími ársins, þegar ég drekk 2 lítra af kóki á dag, 5-10 kaffibolla og treð í mig alls kyns óhollustu.

Sá tími ársins, þar sem ég fitna um ca. 4-5 kíló.

Sá tími ársins, þegar ég verð ímyndunarveik og taugaveikluð.

Sá tími ársins, þar sem ég á andvökunætur

Sá tími ársins, þegar ég læt skap mitt bitna einna mest á öðrum.

Sá tími ársins, þegar ég velti fyrir mér af alvöru þeim möguleika að fara í hárgreiðslunám eða förðunarfræði.

Sá tími ársins, þegar ég fer í 3 göngutúra á dag.

Sá tími ársins, þegar mér finnst sérstaklega skemmtilegt að bursta tennurnar.

Sá tími ársins, þegar ég sendi vinkonum mínum að lágmarki 4-5 sms á dag, um ekki neitt.

Sá tími ársins, þegar ég klæði mig í furðuleg föt

Sá tími ársins, þar sem toppurinn á deginum er að fara í heita sturtu.
Sá tími ársins, þar sem mín heitasta ósk er að vinna í fatabúð.

BEWARE....

2 Comments:

  • At 7:50 PM, Anonymous Anonymous said…

    sá tími ársins sem manni leyfist að fara eins tuskulegur og hugsast getur út í búð..

    sá tími ársins þegar andlitið sést ekki fyrir bólum...

    sá tími ársins þegar baugarnir ná niður að hnjám...

    sá tími ársins þegar mar fær kast því að enginn er til að elda handa manni holla fæðu eða kaupa handa manni óholla fæðu...

    ... og ég spyr.. hvað er eftirsóknarvert við það?

    :z

    kv. Hanna bóla

     
  • At 8:02 AM, Anonymous Anonymous said…

    sú tilfinning sem hellist yfir mann þegar allt þetta ógeð er yfirstaðið, er eftirsóknarverð...

    maður verður að reyna líta á björtu hliðarnar! ;)

    Gullrósa

     

Post a Comment

<< Home