Endurreisn
Ég er að spá í að blogga. Nenni því samt varla. Ég kláraði ógeðslega erfiða próftörn í gær. Hef aldrei verið í prófum með svona stutt á milli! Þetta hafðist samt allt eða ég vona það. Á eftir að fá einkunn úr einu prófi! Síðustu vikur hafa sem sagt einkennst af miklu stressi, kókþambi, mandarínu áti, svefnleysi og miklum niðurgangi. Er ekki frá því að ég hafi elst um nokkur ár! Nú tekur við smá endurhæfing. Koma þeim hlutum í verk sem maður er búin að láta sitja á hakanum og svona. Var reyndar alvarlega að spá í að skrá mig á heilsuhælið í Hveragerði eftir prófin - en hugsa ég reyni bara að hlaða batteríin heima í stofu í staðin! (hahaha) Sendi baráttukveðjur til þeirra sem eru enn í prófum! Allir sem hafa gengið í gegnum þetta vita hvað þetta er mikið ógeð! ÞETTA ER ALVEG AÐ VERÐA BÚIÐ!
Kossar og knús
Magga
2 Comments:
At 2:18 AM,
Anonymous said…
núna getur mar farið að gera allt það sem mann hefur langað til að gera síðustu tvær vikur og notið þess.... núna bíður þessi hefðbundni rakstur við (ég breyti sko ekkert út af vananum)
kv. ein sem er ekki enn að átta sig á að hún sé komin í jólafrí....
At 12:44 PM,
Anonymous said…
Jibbý. Heyrðu ég breytti út af vananum og rakaði mig reglulega í prófunum!
hahaha
Post a Comment
<< Home