Update
Þá hefst ný vika. Helgin var góð. Ég fór í brúðkaup á laugardaginn sem ég mun seint gleyma. Þetta var svokallað fjölmenningarlegt brúðkaup, þar sem brúðguminn er sænskur, en ættaður frá Pakistan. Athöfnin var haldin í Perlunni og fór fram á sænsku. Get ekki sagt að ég hafi skilið mikið af því sem fram fór, en það er aukaatriði. Flestar kerlingarnar grétu, nema ég og nokkrar aðrar. Þetta var samt mjög falleg athöfn, maður er bara svo mikill töffari! ;) Að lokinni athöfninni var dansað að arabískum sið. Arabískar konur kunna svo sannarlega að dansa, þær eru sko með mjaðmahreyfingarnar á hreinu og dilla rassinum í takt við tónlista. Dansinn er þeim greinilega í blóð borinn. Íslendingarnir voru eins og staurfótar á dansgóflinu við hliðina á þeim. Frekar fyndið. Fengum dýrindis veigar. Humarsúpa, reyktur fiskur og kavíar í forrétt. Lambakjöt, kartöflur ásamt grænmeti í aðalrétt. Og sjúklega góð kaka sem frændi bakaði í desert. Síðan var brunað í þrítugs afmæli hjá bróður eiginmannsefnisins. Þar var margt um manninn og nóg áfengi til að fylla 100 manns. Svona eiga partý að vera. En jæja best að bretta upp ermarnar og gera eitthvað af viti í dag. Láta verkin tala... Addios.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home