Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, March 17, 2005

Göngufrík...

Skellti mér í heilsubótagöngu með hundinn, mér og honum til hressingar. Gekk þó ekki langt í þetta skiptið út af stingandi kuldanum. Einkar hressandi að fá snjó inn í eyrað og í augun. Ég sem var farin að finna ilminn af vorinu í loftinu. Finnst ég illa svikin af veðurguðunum! :(
Karlhundar eru pervertar. Þeir geta ekki tæmt blöðruna í einni bunu eins og tíkurnar gera og ja flest mannfólk myndi ég halda. Heldur þurfa þeir að "spara smá" til þess að merkja sér staði hér og þar. Þeir þefa uppi staði þar sem aðrir hundar hafa mígið og spræna þar. Mjög smekklegt. Ætli þetta sé samskiptamáti, sbr. hæ vildi bara láta ykkur vita að ég var hér eða merki um yfirráð, sbr. þetta er minn staður en ekki þinn?

1 Comments:

  • At 10:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta er merki um yfirráð. Hundar eiga það líta til að spræna á tíkur sem að þeim langar í.

     

Post a Comment

<< Home