Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, March 11, 2005

Ces't la vie

Þessi vika hefur ekki verið sérlega glæsileg. Byrjaði á leiðinda flensu sem setti allt skipulagið út af laginu. En svona er þetta. Þessa dagana er maður að reyna að hlaða batteríin eftir pestina. Búin að snýta mér í nokkrar klósettrúllur, ræskja mig mikið, hrækja í klósettið og hósta eins og brjálæðingur. (ath! ekki fyrir viðkvæma) Mömmu var ekki farið að standa á sama, því ég er með svo slæman hósta og lét mig fá hóstamíxtúru sem reyndist síðan hafa sljóvgandi áhrif á mig og er mönnum ráðlagt að setjast ekki undir stýri eftir að hafa tekið hana inn. Fer ekki beint vel saman að vera hálf "dópaður" af hóstamíxtúru og skrifa ritgerð, skal ég segja ykkur. Síðan var ég svo heppin að fá hana Rósu frænku í heimsókn í gær með tilheyrandi fagnaðarlátum. Auk þess fóru sumarplönin í vaskinn í vikunni. Manni er ekki viðbjargandi þessa dagana... ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home