Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, August 24, 2005

Bara fyndið...

Arna, þú varst ekki ein um að semja ljóð á þínum yngri árum... ;)

Hér kemur eitt óhefðbundið ljóð úr dagbókinni minni:


Rósin

Mannskepnunni má líkja við rós
Rós sem teygir krónu sína í átt til sólar, leitandi, falleg og blíð.
Blómstrar og dafnar í guðdómlegri birtu

En rósin er berskjölduð og erfiðleikar steðja að
Lífið er BARÁTTA
Sólin hættir að skína, boli bítur

Rósin fölnar
Hún berst áfram í lífsins stríði
Að lokum gefur hún sig, fellur til jarðar, sundrast og seinna sameinast jarðveginum sem hún spratt upp úr.

5 Comments:

  • At 2:32 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hvað varð um skáldskapargáfuna sem okkur var gefin, er hún týnd og tröllum gefin... usss sóun á annars góðum hæfileikum ;)
    kv Arna

     
  • At 3:52 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hehe...

    Ég skrifaði þetta í 10. bekk. Hef ekki samið ljóð í ár og öld!

    Við verðum að fara endurheimta þessa hæfileika okkar! ;)

    MAGGA

     
  • At 2:26 AM, Anonymous Anonymous said…

    og það eru enn fleiri sem hafa reynt að setja niður ljóð á blað.

    Eg samdi einu sinni frekar hallærislegt ljóð í bíl á akureyri, sem byrjaði á orðunum: svanurinn ungi á fluginu er...

    kv. kisan

     
  • At 4:39 AM, Anonymous Anonymous said…

    hehehe...

    leyfðu okkur nú að heyra...

    MAGGA

     
  • At 2:57 PM, Anonymous Anonymous said…

    HAlló... hvar ertu kona? ætlarðu bara ekkert að blogga ;)
    kv Arna

     

Post a Comment

<< Home