Merry Christmas
Gleðileg jól allir saman. Ég er búin að hafa það voða notalegt um jólin. Búin að vera meira og minna á fullu síðan á Þorláksmessu. Tók síðan góðan letidag í gær og í dag. Skellti mér á jólahlaðborð með fjölskyldunni í Perlunni á Þorláksmessu. Það var alveg geggjað! Mæli sko tvímælalaust með því. Fórum síðan í messu á aðfangadag sem var mjög hátíðlegt, en mér finnst eiginlega ekki vera jól nema fara í kirkju. Á boðstólum á aðfangadagskvöldi var dýrindis kalkúnn og tilheyrandi meðlæti. Alveg sjúklega gott. Fékk margt fallegt í jólagjöf: síma með myndavél og mp3 spilara, peysu frá 66* norður, nýju bókina hans Arnalds Indriðassonar, geisladisk með Ragnheiði Gröndal, bók um trúarbrögð heims, veski, eyrnalokka, fallegt herðasjal, baðvörur frá Body shop, baðkúlur, náttbuxur frá Joe Boxer, fullt af sokkum, 7000 krónur og lítið listaverk. Aldeilis flott allt saman. Síðan tóku öll jólaboðin við. Úff púff er heldur betur búin að éta á mig gat þessi jólin. Jæja, best að halda áfram að lesa Vetrarborgina eftir Arnald. Óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home