Krísa...
Tíminn bókstaflega flýgur áfram án þess að maður komi nokkru í verk. Ég er strax komin með ógeð á þessu bölvaða ritgerðarefni, sem engin sátt virðist ríkja um. Ég er alltaf að fatta betur og betur að ég skil bara ekki bofs í þessu efni. Ég er búin að snúast í endalaust marga hringi og er orðin ringluð á öllum þessum öskupum. Auk þess er maður dauðþreyttur eftir lítinn svefn undanfarnar nætur. Já, ég verð að viðurkenna að ég hef upplifað betri tíma en þessa. Ég hef því ákveðið að skreppa til Bahamaeyja í frí. (í huganum að sjálfsögðu) ;)
1 Comments:
At 5:52 PM,
Aldan said…
Ég deili þessum hugsunum með þér! Kem bókstaflega engu í verk sem stendur :( þetta er hræðilegt!
Post a Comment
<< Home