Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, July 24, 2006

Bikardrottning...

Dula umlýkur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður á vegi hennar að kynnast sér náið. Hún er góð manneskja en dreymin oft á tíðum. Hún á það til að dreyma um eigin framtíð og annarra ómeðvitað. Hún býr yfir styrk sem er ekki auðsjáanlegur á neinn hátt og gáfuð er hún. Konan er viðkvæm oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki. Hún kann að virðast skrýtin en það er eingöngu misskilningur þeirra sem þekkja hana ekki og fá eflaust aldrei tækifæri á því. Hún er skapandi, gjöful og góð alla leið. Svei, mér þá held bara að þetta sé lýsing á sjálfri mér! Set samt fyrirvara við skapandi, gjöful og góð alla leið! ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home