...
Í dag minntist ég stráks sem ég kynntist, á mínum yngri árum. Hann söng um bleika fíla og talaði um að mála mynd af rauðum karfa. Hann veit líklega ekki hvaða áhrif hann hafði á samferðafólk sitt. Hann lýsti upp herbergið, hvar sem hann var, með fallegu brosi sínu og skemmtilegum húmor. Hann var frjálslegur í fasi og mikill draumóramaður. Hæfileikaríkur var hann og sannkallaður gleðigjafi. Ég er viss um að hann hafi ekki látið neinn ósnortinn sem varð á vegi hans í þessu lífi.
2 Comments:
At 5:33 PM,
Aldan said…
:( hvað kom fyrir hann?
At 3:44 AM,
Anonymous said…
Hann kaus að fara á annan stað.
Post a Comment
<< Home