Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Saturday, February 12, 2005

Furðulegir kennsluhættir...

"Kennari" nokkur fer nett í taugarnar á mér. Hann kennir ekkert af viti heldur reitir af sér brandara og segir sögur í tímum - sem eru oft ekki í tengslum við námsefnið. Hann minnir mig á tiltekinn kennara sem kenndi mér í menntaskóla á sínum tíma. Sá síðarnefndi hafði sama háttinn á kennslu sinni en gerði miklar kröfur á prófum. Sá hinn sami fékk oftar en 1 sinni viðurkenningu fyrir að vera besti kennari skólans. Ég skildi það aldrei, því þrátt fyrir það að hann hafi vissulega verið fyndin og skemmtilegur, þá fannst mér hann ekkert sérstaklega góður kennari! Ætli það sé þá ekki nægjanlegt að nefna bara umrædda brandara og furðu sögur í prófinu í vor!?

2 Comments:

  • At 6:34 AM, Blogger Halika said…

    Þessir menn eru ekki heldur kennarar í eiginlegum skilningi! Svo er umræddur "kennari" að skrifa að því er virðist sömu greinina tvisvar og birt í mogganum.

     
  • At 2:02 PM, Blogger Gullrosa said…

    hehehe...

     

Post a Comment

<< Home