Ljúfa líf, ljúfa líf...
Það er lúxus að vera í skóla, sérstaklega í háskóla þar sem akademískt frelsi er í hávegum haft! Ég er minn eigin herra, set mínar eigin reglur og ræð sjálf hvort ég fylgi þeim eða ekki. Ég er í senn handhafi löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds! (eða svona næstum því) Ég ræð hvenær ég fer að sofa á kvöldin og hvenær eg vakna á morgnana (sem er oftast milli 11-12 þessa dagana) Þá þarf ég ekki að fara í skólann frekar en mér sýnist! Auk þess hefur maður afsökun fyrir því að borða alls kyns óhollan mat - því jú þegar maður er að læra þá þarf heilinn sérstakt heilafóður til að fúnkera eðlilega!
Lífið er ljúft...þangað til það styttist í próf! ;)
3 Comments:
At 3:18 PM,
Gullrosa said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 3:20 PM,
Gullrosa said…
Ég tek ofangreind ummæli til baka! Ég er hætt í þessum blekkingarleik! School sucks!
At 3:22 PM,
Gullrosa said…
WE DON'T NEED NO EDUCATION!
Post a Comment
<< Home