Wake up!
Samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun getur einungis fólk sem er í sambúð eða í hjónabandi gengist undir tæknifrjóvgunarmeðferð. Þá er skilyrði að viðkomandi aðilar hafi verið í hjúskap / sambúð í a.m.k. 3 ár samfellt áður en meðferð hefst. Þessi skilyrði eru rökstudd með því að þetta fyrirkomulag sé barninu fyrir bestu. Einnig eru ýmis önnur skilyrði sett sem ég ætla ekki að tíunda hér. Þetta þýðir að einhleypar konur og samkynhneigðir eru útilokaðir frá tæknifrjóvgunarmeðferð.
Löggjöf okkar einkennist að mörgu leyti enn af fordómum gagnvart samkynhneigðum. Merkilegt að jafnréttisregla stjórnarskrárinnar eigi aðeins við í sumum tilvikum en ekki öllum. Er þetta ekki augljóst brot á jafnrétti? Í 65. gr. stjórnarskrárinnar segir: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti." Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna." Furðulegt að í sjálfu stjórnarskrárákvæðinu skuli kynhneigð ekki vera upptalin meðal ofangreindra atriða. Þó verður að telja að kynhneigð rúmist innan orðalagsins "stöðu að öðru leyti" Hvað er það sem segir að það sé barninu fyrir bestu að alast upp hjá gagnkynhneigðum foreldrum? Eru fullgild rök hér að baki? Er ekki komin tími á að mannkynið sýni ákveðið umburðarlyndi og losi sig við fordómana fyrir fullt og allt?
1 Comments:
At 5:53 PM,
Anonymous said…
Heyr, heyr!
Post a Comment
<< Home