Dýraríkið...
Ja, það fer meira fyrir sumum en öðrum! ;) Systir mín er búin að leggja undir sig heimilið með þeim afleiðingum að húsið okkar minnir fremur á dýragarð en venjulegt heimili. (vantar bara krókódíl í baðið)
Á hennar vegum eru hér 1 stykki hundur, 1 stykki páfagaukur og 2 stykki kanínur.
Hundinum þarf eðlilega að gefa að borða nokkrum sinnum á dag. Auk þess sem það þarf að fara með hann í góðan göngutúr að lágmarki 1 sinni á dag. Ennfremur þarf að veita honum talsverða athygli, kjassa hann og knúsa enda er hann mikil félagsvera og vill helst lúlla upp í hjá manni á nóttunni. Geltið í hundinum getur gert mig brjálaða oft á tíðum en hann er svo mikill varðhundur að hann geltir á nánast hvað sem er t.d. á veðrið ef það er rok úti.
Ég skipti mér lítið af páfagauknum. Hann var nefndur í höfuðið á mér - nokkurs konar friðþæging, því ég er ekkert sérstaklega hrifin af páfagaukum og var meinilla við það að systir mín fengi sér einn slíkan. En ég fékk litlu ráðið um það. Ærandi hávaðinn í fuglinum getur gert mig geðbilaða þegar illa liggur á mér! (t.d. í próflestri) ;)
Ég skipti mér að sama skapi lítið af kanínunum. Systir mín fékk þá hugdettu fyrir stuttu að hefja kanínuræktun. (já ég hef stundum haldið því fram að hún sé ættleidd) Sú hugmynd gekk hins vegar ekki alveg upp. Hins vegar urðu 2 kanínur áfangs sem dvelja núna hjá okkur. Þær voru í upphafi saman í búri en það varð síðan að aðskilja þær þar sem önnur þeirra var næstum búin að ganga frá hinni. (í bókstaflegri merkingu) Af þeim sökum var keypt nýtt búr sem kostaði 15 þús kr. Hér eru sem sagt tvö kanínubúr að andvirði 30. þús kr. Það versta við kanínurnar er að af þeim stafar einkar ógeðfelld lykt. Þær eru geymdar í bílskúrnum sem er við hliðina á herberginu mínu og í hvert skipti sem bílskúrinn er opnaður berst þessi sterka hlandfýla inn til mín. Ástandið væri kannski skárra ef systur mínar tvær væru duglegri að þrífa búrin...
Það fynda við þetta allt saman er að við fjölskyldan höfum aldrei verið neinar sérstakir dýravinir. Ég er t.d. engin yfirlýstur dýravinur, þó mér þyki nú reyndar mjög vænt um voffa litla. (uss ekki segja) Pabba er meinilla við kanínur og er alltaf að segja við systur mínar að hann vilji kanínurnar út úr húsinu, en allt kemur fyrir ekki. Systir mín er hins vegar yfirlýstur dýravinur (eða þykjist allavega vera það) en samt nennir hún ekki alltaf að hugsa um þessi grey. Svo talar hún ekki um annað en að eignast fleiri dýr. Já...margt er skrýtið í kýrhausnum...
Kannski maður fari bráðlega að flytja að heiman... ;)
9 Comments:
At 9:03 AM,
Anonymous said…
Hvernig væri að segja henni frá öllum rykmaurunum og ormunum sem lifa í skítnum af dýrunum ;) þá myndi hún kannski taka sig til og verða dugleg að þrífa þau.
Annars finnst mér það hálfgerð dýraníðsla ef maður hugsar ekki vel um dýrin sín, því ást og umhyggja eingöngu er ekki nóg... :p
vá hvað maður er orðin spekingslegur... hvað ætli ég hafi fengið þarna á spítalanum :S
kv Arna sem á ekkert dýr... :(
At 10:36 AM,
Anonymous said…
Heyrðu mig heyrðu mig heyrðyu mig!!!
Ég veit nú ekki betur en að ég fari á HVERJUM EINASTA DEGI út í bílskúr að gefa litlu kanínugreyjunum mínum SEM AÐ ÁTTI AÐ SVÆFA hefði ég ekki tekið þær (gleymdir víst því smáatriði góða) auk þess sem ég borga allan dýralæknakostnað. Búrið MITT er þrifið sirka aðra hverja viku og lytin er af honum NEBBA sem að KRISTÍN á sem er ógeldur og er að merkja svæðið sitt.
Númi Bjartur fer út í göngutúr á hverjum einasta degi. Það er ÉG sem sé um það að kemba honum og hann sefur uppí rúmi hjá MÉR.
Maggý (fuglinn) er í MÍNU herbergi þannig að þú verður sem minnst vör við hana. Hún vill við engan tala nema mig (vooðlega hlít ég að vera vond við hana) í hvert einasta skipti sem ég fer í dýrabúð kaupi ég nammi handa henni, vítamínbætur o.fl og búrið er þrifið einusinni í viku!
Hugsaðu aðeins áður en þú opnar kjaftinn góða.
Hildur
Hvet líka fólk til að kíkja á heimasíðuna mína og sjá hvað dýrin mín hafa það rosalega slæmt.
At 10:58 AM,
Anonymous said…
ahahahaha....
Þá er ungfrúin búin að svara fyrir sig! ;)
MAGGA
At 10:59 AM,
Anonymous said…
Ég er búin að fara tvisvar í göngutúr með hundinn í dag? Hvað með þig?
At 11:01 AM,
Anonymous said…
Hér gefst tækifæri fyrir fólk að vera vitni að fjölskylduerjum! ;)
p.s. ég vil endilega gelda NEBBA, hann er svo leiðinlegur greyið!
MAGGA
At 11:07 AM,
Anonymous said…
ég fór líka 2x með hundinn út að labba í gær vinan! En þú?
já, ég viðurkenni það að ég hef ekki farið með hann í dag.
En ég fór með hann um 8 leytið í gær og svo aftur kl 2 um nóttina og allir voru að hneykslast á mér að draga hundinn minn með út
At 11:34 AM,
Anonymous said…
Hvaðan kemur þessi "vinan" talsmáti?
Er ég einhver "vina" eða "góða" ?
Já, þú fórst út með hundinn í gær um 8 leytið, eftir að ég hafði beitt þig fortölum.
Hva, fóruði út að djamma í gær? Hvað varstu að gera úti kl. 2 í nótt?
At 11:43 AM,
Anonymous said…
Ég var að fylgja Ásdísi heim þar sem að hún þorði ekki að labba ein heim eftir að við horfðum á einhverja geðveitk ceepy mynd og svo fylgdi ég stelpunum uppá Hjallakirkju þar sem að þær voru sóttar
At 1:46 PM,
Anonymous said…
Þú hefur greinilega boðið öllu hverfinu í heimsókn í gær!
MAGGA
Post a Comment
<< Home