Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, March 24, 2005

Fólk er fífl...

Skrýtið hvað maður verður alltaf hissa þegar fólk er dónalegt. Samt ætti það ekki lengur að koma manni á óvart, því það er langt síðan ég gerði mér grein fyrir því að fólk er fífl! Ég fékk mjög svo dónalega símhringingu í dag, á sjálfan skírdag, frá konu sem við leigðum einu sinni hjá (greinilega kynferðislega ófullnægð) og býr í götunni fyrir neðan. (það fyndna er að ég hélt þetta væri ágætis fólk, sem það eflaust er þegar vel liggur á þeim) ;) Hún talaði í sífellu um einhvern kassa með bókum og fleira dóti sem við áttum sem hafði gleymst upp á háalofti hjá þeim. Ég kom alveg af fjöllum en sagðist myndi koma þessu áleiðis til hennar móður minnar og að við gætum sótt kassann í dag. Hún endaði símtalið á að segja: "ef kassinn verður ekki sóttur næstu 2 daga þá fer hann á haugana enda er ég búin að tala við hana móður þína um þetta tvisvar". (með dónalegri röddu) Ég var alveg eins og skítur í símanum - var bara OKEY!!...Hringdi í mömmu og sagði henni frá þessum skemmtilegu skilaboðum. Hún sagðist hafa komið við hjá þeim tvisvar í því skyni að sækja umræddan kassa en hjónin hefðu þá ekki verið heima, svo hafi kassinn bara gleymst, eins og kemur fyrir á bestu bæjum. ;) Gullrósan ákvað að láta ekki bjóða sér svona dónaskap og mætti til hjónanna með Hildi systur, til að sækja þennan blessaða kassa sem var nú ekki stór, en hafði greinilega valdið þessum hjónum gífurlegum óþægindum og hugarangri, enda sagði húsbóndinn: "hér er kassinn búin að vera í 100 ár" Gullrósan var að sjálfsögðu með munninn fyrir neðan nefið og var nett dónaleg, innan velsæmismarka þó. Fólkið hefur eflaust verið hissa á framkomu minni, en til þess var leikurinn gerður! ;) Ég bara þoli ekki dónaskap. Frú Dóra hefði t.d. getað sagt á KURTEISAN hátt "okkur þætti vænt um ef þið mynduð sækja kassann hið fyrsta og helst í dag", af því að við erum að endurskipuleggja bílskúrinn okkar eða "ég er að taka til í bílskúrnum og þarf að losna við kassann í dag, gæti einhver komið og náð í hann" en sleppt þessari hótun í lokin. Ef svo hefði verið, þá hefði ég sýnt þeim ekkert nema almennilegheit, enda fannst mér sjálfsagt að sækja þennan kassa. Sé mig ekki í anda hringja í fólk með svona dónalæti að fyrra bragði...en Gullrósan svarar dónalegu fólki í sömu mynt enda fylgir hún boðorði Hammurabis: "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" en hefur ekki enn náð þeim þroska að fylgja kærleiksboðskap Jesús til hlítar: "elska skaltu náungann eins og sjálfan þig" Ef þessi kassi hefði farið svona í taugarnar á mér, þá hefði ég nú bara farið með hann til okkar sjálf, enda ekki langt að fara... ;)

3 Comments:

  • At 4:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Síðan kemur í ljós að við eigum ekkert þessar bækur, en við áttum hins vegar ýmislegt annað eins og video upptökur frá því í gamla daga og eitthvað smátterí. Sennilegt að leigjendurnir sem komu á eftir okkur hafi átt umræddar bækur enda könnumst við ekkert við þær! ;)

     
  • At 9:35 AM, Anonymous Anonymous said…

    Aldrei að vita nema maður banki aftur upp hjá hjónunum og hendi í þau skruddunum! ;)

     
  • At 10:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Eins og þessi kassi stæði eitthvað í vegi fyrir því að þau tækju til í bílskúrnum, því ekki var hann fyrirferðarmikill! ;)

     

Post a Comment

<< Home