Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, May 18, 2005

Svona er lífið....

Ég gerði heiðarlega tilraun til að fara í sólbað í dag. Aðeins of kalt fyrir minn smekk. Var fljótt að fara úr sumargallanum í gallabuxur og flíspeysu. Er búin að liggja út í "góða veðrinu" í allan dag, drekka te og lesa góða bók. Svona á lífið að vera...alla daga...
Lífið er bara búið að vera ljúft undanfarið. Veitir ekki af að hlaða batteríin eftir erfiða próftörn og fyrir vinnuna, sem framundan er.
Annars er mín byrjuð í "átaki" - lifi bara á loftinu þessa dagana. Fékk nett sjokk þegar ég fór á vigtina nýverið. Maður verður bara að hrista aukakílóin af sér. ;)
Er búin að horfa á nokkrar dvd myndir undanfarið, þar á meðal:
The notebook - stelpur þið verðið að sjá hana - þetta er svona ekta stelpu/grenjumynd ;)
Team America - mæli ekki sérstaklega með henni - en það er samt hægt að hlæja að henni
The Shawshank Redemption - mjög góð mynd í alvarlegri kantinum.
National Treasure - bandarísk klisja, engu að síður ágætis afþreying, ef maður er í þannig stuði. ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home