Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, June 22, 2005

Emma öfugsnúna...

Ég steig öfugum megin út úr rúminu í morgun, í bókstaflegri merkingu! Byrjaði á að vakna 20 mínútum of seint. Setti á mig andlitið og skellti mér í uniformið en tók síðan eftir því mér til mikillar skelfingar að buxurnar mínar voru MJÖG svo krumpaðar. Tók því fram straujárnið og straujaði buxurnar á RÚMINU þar sem ég á ekki straubretti! Vekjaraklukkan byrjaði síðan skyndilega að hringja, ég reyndi að slökkva á henni en allt kom fyrir ekki. (takkinn hreinilega virkaði ekki), þannig að ég varð að taka klukkuna úr sambandi til að þagga niður í henni. Hljóp síðan út í strætóskýli - missti ekki af strætó - ótrúlegt nokk! Á leiðinni í vinnuna dottaði ég hins vegar í Strætó og rankaði við mér einhvers staðar í Breiðholtinu! ( b.t.w. Ég hef einu sinni lent í þessu áður og þá var ég 13 ára) Ég uppgötvaði síðan í strætó að ég hefði gleymt að setja á mig maskara, sem telst til stórtíðinda þegar ég á í hlut! (oh my god) Í strætó helltist yfir mig sú ónotatilfinning að ég hefði gleymt að læsa íbúðinni. Ég sendi því eiginmannsefnið úr vinnunni til að athuga stöðuna. Hurðin reyndist læst eftir allt saman! Afleiðing strætóferðarinnar var sú að ég kom 15 mínútum of seint í vinnuna, sem er reyndar ekkert svo slæmt. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í vinnuna var að fá mér kóksopa eftir öll ósköpin, sem endaði með því að ég sullaði niður á sjálfan mig, lyklaborðið og gólfið. Eftir þetta var mér nóg boðið og bað Guð og góðar vættir að forða mér frá frekari óhöppum þennan dag.

Dagurinn gekk reyndar áfallalaust fyrir sig eftir þetta. Mér varð hins vegar ekkert ágengt í vinnunni, vegna þráláts niðurgangs og slappleika! (too much information?) ;)

Pant EKKI endurtaka þennan leik á morgun! ;)

2 Comments:

  • At 12:17 PM, Anonymous Anonymous said…

    hahaha... sendiru mannsefnið alla leið úr vinnunni ... ;)

    magnaður dagur alveg hreint..

    úpps! better not say to much.. hvur veit, þetta gæti átt eftir að koma fyrir mig.

    kv. deBlanco

     
  • At 12:45 PM, Anonymous Anonymous said…

    Cursed day!

    Héðan í frá verður 22. júní, föstudagurinn 13. hjá mér! ;)

    Gullrósa

     

Post a Comment

<< Home