Sjæse!
Það er erfitt að vinna á lögmannsstofu. Ég er búin að komast að því að ég hef unnið alltof lengi í banka - við meira og minna sjálfvirk bankastörf. Hef lítið reynt á heilastarfsemina í þeirri sumarvinnu sem ég hef fengist við og hinn lögfræðilega þankagang.
Þriðji dagurinn búin í dag og mér líður eins og heilinn á mér hafi verið tekinn og steiktur á grilli, í bókstaflegri merkingu! ;) Ég er sem sagt algjör steik!
Þegar ég vann í bankanum þá leit ég alltaf á klukkuna og hugsaði djöfull líður tíminn HÆGT, í þessari vinnu lít ég á klukkuna og hugsa - djöfull líður tíminn HRATT!
Vinnan mín er að mörgu leyti lík því að vera í skóla. Verkefnin sem ég vinn að eru að mörgu leyti svipuð þeim raunhæfum verkefnum sem ég hef skilað af mér í skólanum, en þó ekki. Í vinnunni er hins vegar meiri pressa, minni tími og raunverulegir hagsmunir í húfi. Í skólanum hef ég t.d. 1 til 3 vikur til að leysa tiltekið verkefni en í vinnunni þarf ég að leysa nokkur á dag.
Ég er búin að vera í námi í mörg ár. Það sem tekur við að námi loknu er meira nám og meiri skóli. Skólinn tekur aldrei enda - Jibby jibby - joy joy.
Ein mjög svo sveitt og steikt.
1 Comments:
At 10:21 AM,
Anonymous said…
Skóli lífsins tekur ALDREI enda! ;)
Gullrósa
Post a Comment
<< Home