Indæli leigubílstjórinn...
Lenti á aldeilis indælum leigubílstjóra áðan. Hann stoppaði mælinn áður en hann var kominn á áfangastað og sagði við mig að hann vissi að ég væri skólastelpa og hann hefði keyrt mig áður. Ég þakkaði honum náttúrulega kærlega fyrir afsláttinn. Svo kvaddi hann mig með því að segja bless og takk og hafðu það nú gott. Ekki oft sem maður fær svona hlýlegt viðmót frá bláókunnugu fólki.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home