Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, September 04, 2005

Blogg...

Jæja, skyldi vera komin tími á smá blogg? Ég er bara búin að liggja í leti undanfarnar tvær vikur... aaahhh... lesa bækur, glápa á tv, elda góðan mat, hlusta á tónlist, spóka mig um í miðbænum, Smáralindinni og þar fram eftir götunum...
Ég lagðist líka í smá flensu, var rúmliggjandi í tvo daga, með hita og hálsbólgu - ekki gaman! En það var hugsað vel um mig á meðan. Eiginmannsefnið var svo sætur að hjóla á Vegamót og ná í heita kjúklingasúpu handa mér, með kjúklingi aðsjálfsögðu, osti og alls kyns grænmeti. Mjög hollt og gott. Síðan keypti hann handa mér "chick lit" tímarit og bók sem mig hefur lengi langað í - Lovely Bones - en hin eini sanni Spielberg er víst að fara gera kvikmynd eftir umræddri bók.
Skellti mér síðan í Smáralindina í dag og keypti tvær afmælisgjafir. Fór síðan í Rúmfatalagerinn og keypti mér barnasokka á 99 kr. stykkið. Mig vantar alltaf sokka, ég á aldrei sokka! Er farin að ræna sokkum frá foreldrum mínum, systrum og eiginmannsefninu. (engin er óhultur) Held það sé sokkaskrímsli í þvottavélinni okkar! Núna á ég allavega fullt af fallegum bleikum stelpusokkum með myndum af Winnie the Pooh, Bratz og þar fram eftir götunum. Mig vantaði líka vettlinga og sá þessa líka sætu bleiku fingravettlinga á 149 kr. sem voru b.t.w. barnavettlingar. Já, maður er svo hand- og fótnettur! ;)
Hið ljúfa líf er hins vegar senn á enda, þar sem fyrsti skóladagurinn minn er á morgun! baaah...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home