Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, January 05, 2006

Happy new year

Þá er nýtt ár hafið. Ég nenni ekki að líta yfir farinn veg og velta mér upp úr fortíðinni. Stefni hins vegar ótrauð fram á veginn. Ætla heldur ekki að strengja nein formleg nýársheit, enda hefur reynslan sýnt fram á að ég fer aldrei eftir þeim.
Áramótin voru róleg og fín. Við fjölskyldan borðuðum góðan mat, foie gras í forrétt, nautasteik og bernaise var á boðstólum fyrir þá yngri og rjúpur fyrir hina eldri og þroskaðri. Ég var reyndar eins og reitt hæna framan af kvöldinu en ákvað um 9 leytið að setja á mig andlitið og fara í betri föt. ;) Síðan var horft á stelpurnar og strákana á Stöð II og svo auðvitað Skaupið - mér fannst Skaupið reyndar ekkert spes. Man eftir því betra en það hefur eflaust líka verið verra. Pabbi hélt svo sína árlegu flugeldasýningu. Alltaf að reyna gleðja okkur. Ég hélt mig innandyra og fylgdist með út um stofugluggann enda ekki mikið fyrir hávaðann og rykið sem fylgir flugeldunum. Við eiginmannsefnið fórum síðan snemma í háttinn enda alveg glatað að djamma á gamlárskvöldi! ;)
Á nýársdag fórum við í fjölskylduboð hjá eiginmannsefninu og voru þar glæsilegar veitingar á boðstólum: reyktur lax í forrétt, nautasteik í aðalrétt og súkkulaðikaka í desert. (mmmm....) Síðar um kvöldið kíktum við í heljarinnar partý hjá vinafólki okkar, þar sem maður sá mörg kunnugleg andlitin.
Annars er maður bara búin að liggja í leti undanfarið. Búin að taka LOST maraþon, lesa heilmikið, sofa út, taka til og chilla bara. Mér finnst ég vera búin að vera í jólafríi allt of lengi og það er erfitt að koma sér í gírinn aftur. Nú þýðir hins vegar ekkert annað en að bretta upp ermarnar!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home