Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, February 10, 2006

Hirðfíflið

Sakleysi og ekki síður traust ríkir hér. Þú virðist leyfa þér að skemmta þér vel við nánast hvað sem þú tekur þér fyrir hendur á sama tíma og þú ert óhrædd/ur við hverskyns áhættur. Fortíð þín gæti verið ástæða fyrir hegðun þinni í dag og líðan þinni almennt.Spenna, metnaður og áhyggjulaust viðhorf til tilverunnar eru áherslurnar sem koma hér sterklega fram. Þú hefur varðveitt barnið með sjálfinu sem er af hinu góða en þar með ýtir þú undir áhuga þinn á umhverfi þínu með opnum huga óháð hættum sem kynnu að tengjast framhaldinu.Hér er um að ræða ómælt kæruleysi og ekki síður kjark sem er nauðsynlegur til að vera fær um að lifa óháð/ur og áhyggjulaus hvern dag án þess að huga að því hvað framtíðin ber í skauti sér.Nýtt ævintýri er um það bil að hefjast. Hér gæti áhætta tengst framhaldinu. Þú ert um það bil að stíga næsta skref sem mun án efa hafa áhrif á gang mála. Framkvæmd fylgir frami en aðgát er ávallt af hinu góða.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home