Dæma þessir atburðir sig ekki sjálfir?
Fjórir létu lífið í mótmælaaðgerðum í Afganistan
Fjórir létu lífið og 15 særðust í morgun í borginni Maymana í Afganistan, en þar urðu uppþot í tengslum við mótmæli vegna danskra skopteikninga af Múhameð spámanni. Að minnsta kosti 5 norskir friðargæsluliðar særðust í átökunum og tveir finnskir. Sameinuðu þjóðirnar segjast ætla að flytja starfsfólk frá Maymana.
Ráðist var á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni og einnig á búðir norskra friðargæsluliða, sem þarna eru á vegum NATO. Kastaði fólkið bensínsprengjum og handsprengjum á búðirnar en hermennirnir svöruðu með gúmmíkúlum og táragasi.
Mótmælaaðgerðir hafa verið víða í Asíu í morgun. Í Dhaka í Bangladesh var danski fáninn brenndur og þúsundir manna hrópuðu slagorð gegn Dönum og hvatti til þess að teiknararnir, sem teiknuðu myndirnar, yrðu hengdir og danskar vörur yrðu sniðgengnar.
Í Íran réðist hópur fólks á sendiráð Dana í Teheran annan daginn í röð. Aðgerðir voru á Indlandi, Indónesíu og í fleiri ríkjum við Indlandshaf.
Fjórir létu lífið og 15 særðust í morgun í borginni Maymana í Afganistan, en þar urðu uppþot í tengslum við mótmæli vegna danskra skopteikninga af Múhameð spámanni. Að minnsta kosti 5 norskir friðargæsluliðar særðust í átökunum og tveir finnskir. Sameinuðu þjóðirnar segjast ætla að flytja starfsfólk frá Maymana.
Ráðist var á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni og einnig á búðir norskra friðargæsluliða, sem þarna eru á vegum NATO. Kastaði fólkið bensínsprengjum og handsprengjum á búðirnar en hermennirnir svöruðu með gúmmíkúlum og táragasi.
Mótmælaaðgerðir hafa verið víða í Asíu í morgun. Í Dhaka í Bangladesh var danski fáninn brenndur og þúsundir manna hrópuðu slagorð gegn Dönum og hvatti til þess að teiknararnir, sem teiknuðu myndirnar, yrðu hengdir og danskar vörur yrðu sniðgengnar.
Í Íran réðist hópur fólks á sendiráð Dana í Teheran annan daginn í röð. Aðgerðir voru á Indlandi, Indónesíu og í fleiri ríkjum við Indlandshaf.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home