Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, February 02, 2006

Kærleikur

Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.

Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.

Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.

Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.

Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.

Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.

Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.

Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra.

Kærleikur, er að dæma ekki.

Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home