Dvd-fyllerí...
Ég fór heldur betur á dvd-fyllerí um helgina. Horfði á samtals 7 dvd myndir. Held ég hafi slegið persónulegt met. Ég sem horfi aldrei á video. Sá eftirfarandi myndir: Rumor has it, Skeleton Key, Must love dogs, Capote, Dick and Jane, Family Stone og síðast en ekki síst Just Friends. Af þessum sjö myndum fannst mér Skeleton key, Capote og Just Friends bestar. Skeleton key var mjög spennandi og hafði óvæntan endir, Capote var algjör snilld en myndin byggist á sannsögulegum atburðum og Just Friends var þræl skemmtileg gamanmynd í anda Hollywood. Ég hef reyndar afsökun fyrir öllu þessu videoglápi, þar sem ég var veik um helgina. ;)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home