Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, March 05, 2006

Food & Fun

Fór út að borða á Apótekið í gær. Fengum Food & Fun matseðilinn sem samanstóð af 5 rétta máltíð. Mark Edwards, yfirmatreiðslumaður á NOBU í London, var gestakokkur þetta kvöld. Hann sérhæfir sig í japanskri matargerð. Þess ber að geta að NOBU veitingastaðirnir eru í eigu hins virta matreiðslumanns Nobu Matsuhisa og leikarans Robert de Niro. Í forrétt nr. 1 fengum við lax í mareningu (new style salmon sashimi), í forrétt nr. 2 var humar með salati og dressingu (lobster salad with spicy lemon), í aðalrétt nr. 1 var þorskahnakki í sætri sósu (blackcod with sweet miso) og í aðalrétt nr. 2 fengum við nautalundir, (beef anticucho) eldaðar a Suður-ameríska vísu. Toppurinn yfir I-ið var síðan alveg sjúklegur desert, súkkulaðikaka með ís og berjum. (chocolate bento box with green tea ice cream) Að lokum fengum við okkur kaffi og skoðuðum allt fína fólkið á staðnum, en meðal gesta voru ráðherrar og þingmenn og fleiri þekkt andlit í þjóðfélaginu. Þetta var alveg magnað kvöld. Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat. Maturinn hreinlega bráðnaði upp í manni. Mæli allavega tvímælalaust með þessu! :)

1 Comments:

  • At 9:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    mmmmm... girnó...
    *slef*

     

Post a Comment

<< Home