Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, February 23, 2006

Hildur systir...

Ég var að finna sætasta bréf í heimi frá henni Hildi systur, sem hún skrifaði á sínum yngri árum:

Kæra Magga,
Hvað segir þú gott?
Ég sakna þín mjög mikið.
Ég er að fara sofa en ég get ekki sofnað.
Það er kvöldið sem þú fórst og allt er svo tómlegt án þín.
Það var svo gaman þegar þú varst hér, þá var einhver sem talaði við mig og spilaði við mig. Nú hefur engin tíma til þess.
Það er engin sem kemur og spyr hvort það sé allt í lagi.
Það er allt hundleiðinlegt og mig langar að fá þig aftur.
Mér finnst alltaf eins og ég heyri þig segja: taktu til í herberginu þínu.
Númi saknar þín og er alltaf að leita af þér.
Það er ekkert að ske og skólinn að byrja og svoleiðis.
Það er ekki meira að ske eða segja. Mundu að skrifa.

Þín systir,
Hildur

P.S. Ég sakna þín.

Ég man ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann svarað þessu bréfi. En ég man vel eftir því hvað það var oft gaman hjá okkur í Belgíu. Við sváfum í sama herbergi og vöktum fram eftir og spiluðum, stundum til 5 um morguninn. Mömmu leist nú stundum ekki á blikuna. ;) Elska þig, Hildur mín! :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home