Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, April 06, 2006

Dansi, dansi dúkkan mín...

Ég fór á hressandi og skemmtilega danssýningu í gærkvöldi í Borgarleikhúsinu, þar sem systur mínar fóru á kostum. Þær eru tvímælalaust dansarar framtíðarinnar, í mínum huga, enda eiga þær ekki langt að sækja danshæfileikana! ;)
Annars þá er ég að spá í að taka smá áhættu og lita hárið á mér ljós brúnt! Þori því nú samt varla. Svo ég vitni nú í eina "fræga" Bleikt og blátt stjörnu, þá er ég bara orðinn lang þreytt á allri athyglinni sem ég fæ frá strákunum. Ég meina ég er manneskja með tilfinningar en ekki kyntákn. *grín*
En jæja partýið verður að halda áfram!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home