Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, April 03, 2006

Helgin...

Í dag er mánudagur og skemmtileg helgi að baki. Á föstudagskvöldið horfði ég á Idol með familíunni og hoppaði hæð mína af gleði yfir því að Snorri skyldi komast áfram. Hann er bara svo ótrúlega sætur og góður söngvari! ;) Vona að hann vinni keppnina, en þá mun ég pottþétt kaupa diskinn hans! Á laugardagskvöldið var síðan vinkonu hittingur hjá Frú Ástu, sem eldaði fyrir okkur dýrindis máltíð með indversku ívafi. Ekkert smá gott. Takk fyrir mig! Hlógum svo af myndum og video frá síðasta djammi, þar sem sumir voru skrautlegri en aðrir.(nefni engin nöfn) Helstu umræðuefni kvöldsins voru: síma-sex, barneignir og tilteknar sms-sendingar, þar sem orðið sætabrauðsdrengur kom við sögu. Mér er einnig minnistæð skrautleg leigubílaferð, þar sem sumir voru í S-inu sínu. Vaknaði síðan hress og endurnærð á sunnudeginum og kúrði með eiginmannsefninu fram eftir degi, átum nammi og gláptum á imbann. Um kvöldið fórum við í mat til tengdó, þar sem dýrindis purusteik var á boðstólum. (mmmm....) En í dag er víst mánudagur og löngu komin tími til að spýta í lófana. Þarf að reifa 24 dóma í dag. Áfram með partýið. Takk fyrir og bless.

2 Comments:

  • At 1:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    ég man nú ekki mikið frá þessari leigubílaferð nema hvað að leigubílstjórinn móðgaði mig (og ég hann), reyndi að kría út lækkun á leigubílafargjaldi og hvað var það meira?

    kv. white wine lover

     
  • At 2:22 PM, Anonymous Anonymous said…

    Guuuð þetta var svo fyndið...Ég átti bara bágt með mig. Í fyrsta lagi var ég eitthvað hrædd við þennan leigubílstjóra, í öðru lagi varst þú símóðgandi leigubílstjórann, í þriðja lagi gat ég ekki annað en hlegið að vitleysunni í þér, en var samt að reyna að hlæja ekki. :Þ

    Ég beið bara eftir því að þú myndir bjóða honum inn til þín...

    muhahahaha...

     

Post a Comment

<< Home