Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, May 03, 2006

Á morgun segir sá lati...

Suma daga nennir maður bara ekki að blogga. Á laugardaginn kláraði ég mitt síðasta formlega próf í deildinni. Húrra og jibbý fyrir því. Vona að ég sé ekki að storka örlögunum með því að lýsa þessu yfir, áður en ég fæ úr prófinu! ;) Þessa dagana er ég því bara búin að vera hlaða batteríin og gera upp við mig hvenær ég ætla byrja aftur á ritgerðinni. Svarið á morgun verður hins vegar alltaf fyrir valinu. Ég vona bara að ég haldi ekki svona áfram út sumarið.

2 Comments:

  • At 2:29 AM, Anonymous Anonymous said…

    fannst þér ekki skrýtin tilfinning að klára þitt formlega síðasta próf?

     
  • At 4:28 AM, Anonymous Anonymous said…

    jú, mér fannst það. en það var góð tilfinning! ;)

     

Post a Comment

<< Home