Sumarblíða...
Það ætlar að vera sama sumarblíðan í dag og verið hefur undanfarna daga. Það er alveg magnað hvað veðrið er búið að vera gott. Fremur óvenjulegt á Íslandinu góða. Þarf að sinna ýmsum útréttingum í dag. Skemmtileg helgi að baki. Matarboð og partý hjá Frú Hönnu á laugardagskvöldið. Haldið í bæinn á Hressó, þar sem dansinn dunaði. Enduðum á Ingólfstorgi, þar sem við átum Hlöllabáta snemma í morgunsárið. Maður getur ekki annað en hlegið þegar atburðir kvöldsins eru rifjaðir upp, enda erum við trillurnar með eindæmum klikkaðar á djamminu. Svo vægt sé til orða tekið. ... En jæja best að bretta upp ermarnar og starta deginum og arka af stað út í góða veðrið.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home