Summertime...
...And the living is easy....Hvað varð eiginlega um sumarið? Þetta sumar er gjörsamlega búið að fljúga áfram! Verslunarmannahelgin í nánd og alles. Ekki það að maður fari eitthvað um Verslunarmannahelgina. Best að vera bara heima í notalegheitum þá helgi. Skemmtilegt laugardagskvöld að baki. Kveðjupartý á Eggertsgötunni hjá Hönnu. Á boðstólum var alveg delicious humarsúpa, matreidd af meistarakokkinum og Danmerkurfaranum, Ástu, ásamt hvítlauksbrauði og hvítvíni. Margar myndir teknar, þar sem sumir settu sig í ansi grófar stellingar (nefni engin nöfn) og almennur fíflaskapur í hávegum hafður. (like usual) Ég er farin að halda að við séum haldnar alvarlegum "sjálfsdýrkunar-syndrome" á djamminu, miðað við allar myndirnar, sem eru alltaf teknar. ;) Sunnudagurinn fór í chill og tiltekt í klæðaskápnum. Komst að því að ég á allt of mikið af bolum! Meira en góðu hófi gegnir. En jæja, ætla fara út að hoppa á trampólíninu. See ya.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home