Nokkrir gullmolar...
Það er ekki til neitt sem heitir hlutlægur veruleiki eða hinn "raunverulegi heimur. Ekkert er algilt. Andlit versta óvinar þíns gæti verið andlit besta vinar míns. Atburður sem er harmleikur í augum eins gæti verið frjókorn ótakmarkaðra möguleika í augum annars. Það sem aðgreinir fólk sem er hresst og jákvætt frá þeim sem eru ævinlega vansælir er hvernig þeir túlka og bregðast við aðstæðum í lífinu.
Það eru engin mistök í lífinu, bara lærdómur. Það er ekkert til sem heitir neikvæð reynsla, aðeins tækifæri til að vaxa, læra og sækja fram til sjálfsstjórnar. Barátta eflir styrk. Jafnvel sársaukinn getur verið stórkostlegur kennari.
Þegar þú ert innblásinn af einhverju stórkostlegu markmiði, einhverju óvenjulegu verkefni, slíta hugsanir þínar af sér öll bönd; hugur þinn þenst út fyrir öll mörk, meðvitund þín víkkar til allra átta og þú kemst inn í nýja, stórkostlega og dásamlega veröld. Sofandi öfl, hæfileikar og gáfur lifna við og þú uppgötvar að þú ert mikilfenglegri manneskja en þig hafði nokkru sinni dreymt um að vera.
Þreyta er lítið annað en andlegur tilbúningur, slæmur vani sem hugurinn hefur ræktað með sér sem hækju þegar þú ert að gera eitthvað leiðinlegt. (Úr bókinni: Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, eftir Robin S. Sharma)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home