Helgin...
Helgin var góð. Barnaafmæli hjá systur minni á föstudaginn sem stóð frá kl. 5 til 1 um nóttina. Frá 5-8 voru tuttugu brjálaðir krakkar hlaupandi út um allt hús. Mjög hressandi. Krakkarnir horfðu síðan á hryllingsmyndina, The Grudge, sem endaði með því að ein stúlkan fór að gráta og ég þurfti að fylgja öllu liðinu heim til sín því ekki voru foreldrarnir til taks til að sækja börnin sín. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef mjög gaman af börnum, þ.e. þegar vel liggur á mér! ;) Klukkan 8 kom síðan móðurfjölskyldan í heimsókn í súpu og brauð. Það var rosa gaman að hitta fjölskylduna, enda langt síðan hún hefur komið saman, það er einna helst á jólum og páskum, sem það gerist nú orðið. Það var mikið hlegið eins og venjulega, þó aðallega af tilteknum vinahóp hér í bæ, sem á það til að ganga full langt í því að steggja vini sína. Á laugardaginn fór ég síðan í heimboð til vinkonu minnar, úr lagadeildinni. Aldeilis huggulegt, þríréttað og boðið upp á hvítvín með matnum. Svaf til eitt á sunnudaginn og fór svo í hressandi göngutúr meðfram Ægissíðunni með eiginmannsefninu. Restinn af deginum fór svo bara í chill og smá endurskipulagningu í klæðaskápnum! Loksins, fékk ég almennilegt helgarfrí! ;)
4 Comments:
At 7:28 AM,
Anonymous said…
Jii dúdda mía, skil vel að hún hafi farið að grenja yfir the grudge, hún er ógeðsleg hef ég heyrt!!! ég hef nú ekki hjarta til að horfa á þetta sko og er þó 26 ára ;)
kv Arna
At 8:49 AM,
Anonymous said…
Já, ég horfði reyndar á myndina með þeim. Fannst hún ekkert hræðileg svo sem. En ég skil vel að þau hafi orðið hrædd enda bara 11 ára gömul! Næst verður leigð einhver grínmynd! ;)
Kv.
Mangó
At 10:14 AM,
Anonymous said…
hehe...kannski þú verðir bara næst af okkur stelpunum til að setja í ofninn ; ) Hummm..
Sólveig
At 1:50 PM,
Anonymous said…
Held nú ekki, en aldrei að vita! ;)
Post a Comment
<< Home