The weekend...
Fín helgi að baki. Var reyndar í alveg snældu vitlausu skapi framan af á föstudeginum. Ég kenni hins vegar fyrirtíðaspennu og fullu tungli um. Bjó til heimagerða pizzu um kvöldið. Í ljósi þess að það var ekki til neitt kökukefli á heimilinu, brá ég á það ráð að nota 2 lítra kókflösku í staðin! Stundum verður maður bara að bjarga sér. Pizzan heppnaðist alveg ljómandi vel þrátt fyrir efasemdir húsmóðurinnar í fyrstu og nú veit ég hvað ég ætla gefa eiginmannsefninu í útskriftargjöf! (eitt stykki kökukefli) ;) Á laugardaginn fórum við í hressandi göngutúr niður í miðbæ, gengum Hverfisgötuna, Laugarveginn og kíktum aðeins í Kolaportið. Enduðum síðan á að fá okkur pylsu á Bæjarins bestu. Mjög rómantískt! ;) Héldum síðan heim á leið og tókum smá LOST-maraþon, sería II. Um kvöldið fór ég heim í mat, þar var franskur sveitamatur á boðstólnum, a la pabbi. Á sunnudeginum komu síðan foreldrar eiginmannsefnisins í heimsókn í kaffi og kökur. Sem sagt bara mjög hugguleg helgi í alla staði! :)
1 Comments:
At 7:55 AM,
Anonymous said…
HEhe....já maður bjargar sér. Við notuðum rauðvínsflösku sem kökukefli um daginn, það var bara mjög fínt ; )
Sólveig.
Post a Comment
<< Home