Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, April 23, 2007

Fyrirmyndar húsmóðir...

Það er ótrúlegt hvað ég er orðin mikil húsmóðir. Húsmóðureðlið er sem sagt til staðar eftir allt saman. Eiginmannsefnið er alveg orðlaus! Ég geri ekki annað en að taka til, þvo þvott, elda og baka og finnst það bara þræl gaman! Já, þið lásuð rétt. Mín tók sig til í kvöld og bakaði sína fyrstu eplaköku! Ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér! Eplakakan heppnaðist bara vel en var reyndar ekki alveg jafn góð og hjá Hönnu en æfingin skapar meistarann - ekki satt...
Annars er allt gott að frétta. Fórum í fermingu til frænku minnar á sumardaginn fyrsta. Þegar ég mætti fyrst á svæðið leit ég í kringum mig og sá öll kunnugleg andlitin og hugsaði sjetturinn, hvað þetta á eftir að verða leiðinlegt. Ekkert pínlegra en að þurfa tala við fjarskylda ættingja sem maður þekkir ekki bofs! En mín tók sig til og ákvað bara að vera ógeðslega hress og rugla nógu mikið í gamla fólkinu og viti menn það varð svona líka skemmtilegt! ;)
Helgin var róleg og góð, blandaði mér mojito, horfði á Hotel Rwanda og grenjaði úr mér augun, dauðhreinsaði íbúðina, setti í 4 þvottavélar, fór í Smáralindina, heimsótti mömmu og pabba, fíflaðist með systrum mínum o. fl. Strax farin að hlakka til næstu helgi - aldrei að vita nema ég fái mér þá aðeins í aðra tánna!
Þetta var blogg dagsins. Ætla fara undirbúa mig fyrir viðtal á morgun. Addios amigos.

6 Comments:

  • At 9:11 PM, Anonymous Anonymous said…

    jáhá...ég vissi að þú ættir þetta i þér : ) hheeehe...þú verður að bjóða í kaffi við tækifæri og baka eitthvað sjúklega gott

    Sólveig.

     
  • At 11:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    Er alveg sjúr á því að eplabakan hafi heppnast með ágætum hjá þér, enda einföld uppskrift og þyrfti mikið til að klúðra, t.d. með því að hafa salt en ekki sykur í kanilsykrinum.

    Fyrirmyndar húsmóðir, ætti að taka þig mér til fyrirmyndar.

     
  • At 11:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    ps. þetta var hanna panna sem reit ofangreint

     
  • At 1:53 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já, bíð ykkur í kaffi eða saumó við fyrsta tækifæri. ;)

    Já, kakan var alveg góð sko, bara ekki eins góð og þín! ;) Held ég hafi sett of mikinn kanil og of lítið af súkkulaði. Geri bara betur næst! :)

     
  • At 10:36 PM, Anonymous Anonymous said…

    Helgin hljómar bara vel. Betra en að liggja í sófanum alla helgina með hita....eins og ég.
    Ég á enn uppskriftina af eplakökunni hennar Hönnu. Verð að prófa hana við tækifæri og sjá til hvernig heppnast.

     
  • At 4:34 PM, Anonymous Anonymous said…

    Æj greyið mitt - það er ekki gott að heyra. En þú hlýtur nú að vera fljót að jafna þig í hitanum í Ástralíu, eða er kannski vetur hjá ykkur núna? ;)

    Já, ég skora á ykkur allar að baka dýrindis eplakökuna hennar Hönnu! :)

     

Post a Comment

<< Home