Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, January 10, 2007

Allt að ske...

Best að pára eitthvað inn á þetta blogg. Það helsta í fréttum er að ég er búin að skila ritgerðinni ógurlegu og er flutt að heiman og byrjuð í nýrri vinnu! Nú er bara að koma sér inn í nýjan rythma sem gengur að miklu leyti út á að sofa, borða og vinna. Helgin fór annars í málningarvinnu og fleira dútl í íbúðinni og er ýmislegt sem á enn eftir að gera í þeim málum, eins og mála hurðar, taka upp úr kössum o.s.frv. Sé fram á annasamar helgar framundan. Fór svo í þrettándaboð til tengdó um helgina og partý hjá Hönnslunni, þar sem teknar voru ansi skrautlegar myndir af grófari taginu. Nokkrir draugar buðu sér í partýið og vildu líka vera með á myndunum, sérstaklega þeim sem voru teknar af Örnu, enda var hún óvenju þokkafull þetta kvöld. ;) Ég lagði reyndar ekki í það að fara með stúlkukindunum í bæinn enda var ég á gullskónum og hefði sjálfsagt flogið beint á hausinn. Annars keyptum við okkur þvottavél um helgina og nú ég er komin með æði fyrir að þvo! Spurning hvað það eigi eftir að vara lengi. ;)

3 Comments:

  • At 5:53 PM, Blogger Aldan said…

    Til hamingju með allt þetta :) Það verður gaman að sjá myndirnar hehe

     
  • At 7:49 AM, Anonymous Anonymous said…

    haha...já þú átt sko eftir að fá leið á að þvo þvott!! Hérna eru tvær þvottakörfur yfirleitt yfirfullar vegna leti húsmóðurinnar. Muaahahahahaha...

    solla bolla

     
  • At 12:20 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk fyrir það Alda. Já, bíð spennt eftir myndunum.

    Já, ætli það ekki. Mér finnst þetta algjört æði eins og er. Nota svo gott þvottaefni - þannig að þvotturinn ilmar alveg. ;) Reyndar var ég frekar pirruð um daginn þegar ég þvoði buxurnar mínar en ég á engan þurrkara og bara einar vinnubuxur og þurfti að þurrka buxurnar með hárþurrku um morguninn áður en ég fór á eitthvað námskeið í vinnunni. Bætum úr buxnaleysinu um helgina! ;)

     

Post a Comment

<< Home