Dauðuppgefin...
Ég er dauðuppgefin. Búin að vera vinna alla vikuna og um helgina. Á laugardaginn frá 11-8 og í dag frá 10-3. Ég var samt alveg eldhress eftir vinnu í gær og eldaði kjúlinga burritos og bakaði síðan vöfflur í desert með rjóma og sultu. Svei mér þá sem maður er orðinn myndarlegur. Skellti mér síðan í bað til að slaka á eftir herlegheitin. Fór síðan í Kringluna eftir vinnu í dag og ætlaði að kaupa fullt af hlutum eins og meik, dragtbuxur, peysur, nærbuxur, svitalyktaeyðir, vítamín o.s.frv. Það gekk hins vegar ekki alveg skv. áætlun. Meikið sem ég ætlaði að kaupa var ekki til í mínum lit, nærbuxurnar voru heldur ekki til og dragtbuxurnar ekki til í minni stærð. Þannig að ég endaði bara á því að kaupa tvær rúllukragapeysur. Lítur allt út fyrir að ég verði áfram í sömu buxunum út þessa viku! Jibbý... Svo er það afmæli hjá tengdó í kvöld. Má samt ekki taka of vel á því enda stór dagur á morgun. Þar til síðar. Lifið heil.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home