Í fréttum er þetta helst...
Neitar að hafa sagt að íranskar konur fái að bjóða sig fram
"Háttsettur íranskur embættismaður sem sagður var hafa lýst því yfir að íranskar konur mættu bjóða sig fram í forsetakosningum í sumar, neitar að hafa látið þau ummæli frá sér fara, að því er BBC skýrir frá. Fram kom í írönsku sjónvarpi í dag að Gholamhossein Elham hefði sagt að konur sem „uppfylltu nauðsynleg skilyrði“ fengju að bjóða sig fram í kosningunum. Nú hefur hann sagt við íranska fréttastofu að hann hafi aldrei gefið slíka yfirlýsingu. Forsetakosningar eiga að fara fram í júní í sumar, en þá lýkur núverandi forseti, Mohammad Khatami, seinna kjörtímabili sínu í embætti. Í írönskum lögum er orðið „rejal“ notað um þá sem koma til greina í embætti forseta. Er merking þess óljós og getur orðið bæði þýtt „karlmaður“ og „persónuleiki.“ Varðmannaráð Íraks, 12 manna eftirlitsnefnd sem skipuð er af ajatollanum Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins, og eitt helsta vígi íhaldsaflanna, hefur aðhyllst þrönga túlkun á orðinu og með því útilokað konur frá framboði."
"Háttsettur íranskur embættismaður sem sagður var hafa lýst því yfir að íranskar konur mættu bjóða sig fram í forsetakosningum í sumar, neitar að hafa látið þau ummæli frá sér fara, að því er BBC skýrir frá. Fram kom í írönsku sjónvarpi í dag að Gholamhossein Elham hefði sagt að konur sem „uppfylltu nauðsynleg skilyrði“ fengju að bjóða sig fram í kosningunum. Nú hefur hann sagt við íranska fréttastofu að hann hafi aldrei gefið slíka yfirlýsingu. Forsetakosningar eiga að fara fram í júní í sumar, en þá lýkur núverandi forseti, Mohammad Khatami, seinna kjörtímabili sínu í embætti. Í írönskum lögum er orðið „rejal“ notað um þá sem koma til greina í embætti forseta. Er merking þess óljós og getur orðið bæði þýtt „karlmaður“ og „persónuleiki.“ Varðmannaráð Íraks, 12 manna eftirlitsnefnd sem skipuð er af ajatollanum Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins, og eitt helsta vígi íhaldsaflanna, hefur aðhyllst þrönga túlkun á orðinu og með því útilokað konur frá framboði."
2 Comments:
At 7:37 AM,
Anonymous said…
ÉG vissi alltaf að það reyndist aktívur bloggari í þér ;) til hamingju með nýju síðuna og keep up the good work.. e-r verður að fræða okkur hinar um stöðu kvenna hér og þar í heiminum... Go Magga!!!!
At 9:09 AM,
Gullrosa said…
Já maður gerir sitt besta! ;)
Post a Comment
<< Home