Vor í loftinu?
Það er búið að vera eitthvað eirðarleysi í mér þessa viku. Ég þjáist af einbeitingarleysi á mjög háu stigi og óþoli sem lýsir sér í því að ég nenni ekki að læra og get ekki sitið kjurr á rassinum lengur en 10 mínútur. Þetta verður að teljast mjög óvenjulegt af minni hálfu.
Kannski er það lyktin af vorinu sem hefur svona áhrif á mig. Mig langar helst að hlaupa berfætt í sandinum og láta goluna leika um hár mitt... Frjáls eins og fuglinn...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home