Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Saturday, February 19, 2005

Gott í gogginn....

mmm....af lyktinni að dæma er eitthvað sjúklega gott í matinn!!! Ég finn lykt af nautakjöti og bernaise sósu!
______________________________________________________________
Það reyndist rétt hjá mér - nautakjöt var á boðstólum í kvöld. Hins vegar var það nautakjöt a la Búrgúndí og bernaise sósan var hvergi sjáanleg. Matnum var skolað niður með uppáhalds hvítvíninu og ég er ekki frá því að ég sé örlítið tipsy! Ég vona að hvítvínið hjálpi mér að öðlast hinn lögfræðilega þankagang svo ég geti skrifað eitthvað af viti í þessari blessaðri ritgerð minni. Annars er mig farið að þyrsta í almennilegt fyllerí. Stefni á það að djamma ærlega um næstu helgi. Hver vill vera memm?

4 Comments:

  • At 1:47 PM, Anonymous Anonymous said…

    Elskan mín þú verður að spara þig fyrir 5. mars því þá mun nokkuð óvænt gerast ;) stefndu að 5. mars :D

     
  • At 2:45 PM, Blogger Halika said…

    Vina mín. Finndu þér gott partý þann 26. feb og svo hittumst rúllandi og veltandi í miðbænum.

    líst vel á þig ef þú ert í djammstuði næstu helgi

     
  • At 2:47 PM, Blogger Halika said…

    Og ekki tala um nautakjöt og bernais.... Ég er sko enn að láta mig dreyma um það....

    hmmm.... heyrðu. Þar sem allir eiga að vera góðir við mig næstu helgi, kannski ég sníki það hjá pabba, að hann hafi nautafillet og bernais..... bara fyrir mig :D

     
  • At 4:18 PM, Blogger Gullrosa said…

    Aldrei að vita nema við hittumst rúllandi í bænum næstu helgi! ;)

    Já, þú átt nú skilið að fá nautakjöt og bernaise! Hvernig væri að bera fram þá bón...

    mmm...nautakjöt og bernaise...

    og ég vona að ég muni eftir afmælinu þínu 26. febrúar! ;)

     

Post a Comment

<< Home