Sæll er sá sem annars böl bætir
Gleðilega súkkulaðihátíð allir, eða ætti ég að segja Gleðilega Páska?
Ég tók Páskadag með stæl og náði að klára hvorki meira né minna en 1/2 páskaegg og allt innihald þess. Ég fékk málsháttinn: "Sæll er sá sem annars böl bætir" Ég var mjög sátt við þennan málshátt og fannst hann eiga beint erindi til mín! ;)
Fór síðan í rómantískt paskaboð fyrir 2 um kvöldið. :) Fékk mjög góðan mat þrátt fyrir að hann hafi ekki verið þessi dæmigerði páskamatur. ;)
Er nú að leggja lokahönd á ritgerð, sem ég er að gera. Alltaf svaka stuð hjá mér! ;) Er búin að komast að því að einu góðu ritgerðirnar, sem ég geri, eru á sviði mannréttinda. Allar aðrar ritgerðir, sem ég geri eru innihaldslausar, leiðinlegar og gjörsneyddar allri ástríðu! ;)
En allavega, hafiði það gott og lifið heil.
p.s. lifið í lukku en ekki í krukku ;)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home