Sólbaðsveður
Ég fékk loksins ekta sólbaðsveður! Er búin að vera út í garði í allan dag í góðum fíling! ;) Er meira segja orðin smá útitekin í framan, sem telst til stórtíðinda þegar ég á í hlut! Er að láta renna í pottinn og er að spá í að fá mér smá hvítvín líka!
Svo er undankeppni Eurovision í kvöld! Vona að Selma standi sig í stykkinu, þó mér lítist nú ekkert á out-fitið hennar! Hver er eiginlega stílistinn hennar? Get rid of that hat, please! híhí
1 Comments:
At 2:23 AM,
Anonymous said…
Mér fannst Selma & co. standa sig vel og búningurinn var bara ágætur svo sem! ;) Greinilegt að þessar Austur - Evrópu þjóðir standa saman. Var geðveikt fúl í gær! ;) Uss, við áttum þetta EKKI skilið!
MAGGA
Post a Comment
<< Home