Næturdrottningin
Smásaga eftir undirritaða, 16 ára að aldri:
Ég gekk framhjá honum í dag og við horfðumst í augu. Eitt andartak horfði ég í augu hans og hann í mín. En hann sá mig samt ekki, heldur horfði í gegnum mig. Ég var ekki til staðar. Hann þekkti mig ekki. Hann vissi ekki að það var ég sem hann hafði haldið þétt upp að sér og dansað við kvöldið áður. Það var þá sem ég angaði af rósum, var mjúk eins og silki og falleg eins og hvít dúfa sem breiðir út vængi sína tilbúin til flugs. Í þennan stutta tíma átt ég heiminn. Mitt var valið - valdið. Allra augu beindust að mér. Kvöldið var mitt. Í örskamma stund leið mér eins og ég væri miðpunktur alheimsins. Hann vildi ekki sleppa mér en að lokum þegar ljósin voru slökkt og allt var orðið hljótt hljóp ég eins hratt og fætur toguðu út í svart myrkrið. Í burtu frá athyglinni - honum. Ég hljóp svo hratt að drulla skvettist í ljósa kjólinn. Himininn grét og svört tár runnu niður kinnarnar. Andlitið klesst, fæturnir votir. Boli beit í kinnarnar. Ég var ekki lengur drottning næturinnar. Valið - valdið var mitt. Þegar ég síðan mætti honum í dag, ómáluð með úfið hár, í víðu joggingbuxunum og svörtu stígvélunum þá sá hann mig ekki. Hann þekkti mig ekki, næturdrottninguna. Hann gekk bara framhjá mér. Skimaði í kringum sig, í leit að einhverju...
8 Comments:
At 5:40 PM,
Anonymous said…
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!
I have a ##work at home jobs online## site/blog. It pretty much covers ideas on how to make a income online, plus other related stuff.
Come and check it out if you get time :-)
At 5:51 PM,
Anonymous said…
I don't like getting advertisments on my blog...
And I really doubt that you can read my blog...so don't bother to bookmark me...
Get a life and stop commenting on my blog...
Ms. Evil
At 5:52 PM,
Anonymous said…
Ubbs það á víst að vera eitt t í geting...
At 6:04 AM,
Anonymous said…
skil ekki af hverju útlendingarnir herja á þig og öldu.
en þú ert góður penni. Það kemur upp ákveðin tilfinning að lesa þetta, en get ekki alveg sett fingurinn á það - ákveðið lýsingarorð sem kemur upp í hugann.
lumaru á meiru?
kv. deblanco
At 10:21 AM,
Anonymous said…
Skil það ekki heldur...þeir herja líka á systur mína...
Aldrei að vita hvað maður getur grafið upp úr gömlum skruddum og kommóðuskúffum... :D
MAGGA
At 4:51 PM,
Anonymous said…
Vá fékk bara gæsahúð, stórkostleg smásaga :)
kv Arna
PS djö hata ég þessar auglýsingar
At 3:21 PM,
Anonymous said…
Jamm...
Og ég las söguna meira segja fyrir þig, þegar þú varst svona 5-6 ára!
Mannstu ekki eftir því?
MAGGA
At 6:28 AM,
Anonymous said…
Nei, þú hefur verið svona 8 ára!
MAGGA
Post a Comment
<< Home