Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, September 16, 2005

Ástin...

Brot úr dagbókarfærslu undirritaðrar, 16 ára að aldri:
Ef hann bara vissi hvernig hug ég bæri til hans. Vissi að ég hugsaði um ekkert annað en hann. Vissi að mig dreymir hann á hverri nóttu en þá ferðumst við saman í skýjum himinhæða. Við tvö ein. En þegar við vöknum á ný í sitthvoru rúminu er allt eins og það var. Minningin er ekki einu sinni eftir. Hann er ástæða fyrir gleði minni, tilhlökkun og brosi en einnig fyrir sorg minni, kvíða og tárum. Ástin veitir manni hamingju en veldur manni í senn hryggð og tekur frá manni skynsemi, vit og styrk. Ástin er úrþvætti...

2 Comments:

  • At 4:43 PM, Anonymous Anonymous said…

    Mjög poetic!

    kv. Hanna

     
  • At 9:45 AM, Anonymous Anonymous said…

    Tja...maður hefði kannski bara átt að gerast skáld....

    :D

    MAGGA

     

Post a Comment

<< Home