Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, February 14, 2006

Gleðilegan Valentínusardag

Sumir eru með lögmann sem sjá um öll sín mál. Aðrir fara til sálfræðings og trúa honum fyrir sínum dýpstu leyndarmálum. Ég aftur á móti, er í sambandi við "astrologer", sem sendir mér e-mail reglulega, þar sem hún upplýsir mig um happatölur mínar og spáir fyrir um hvernig vikan verði hjá mér.
Hún reynir stundum líka að selja mér alls kyns skartgripi og lukkudýr, sem eiga að færa manni gæfu.
Sjáið bara hvað hún er hugulsöm að muna eftir mér á sjálfan Valentínusardag! ;)
Dear Maggie,
I send you my warmest wishes for a wonderful Valentine's Day. I want to remind you how special you are and hope that you take the time to do something that makes you happy.
Happy Valentine's Day! Your Astrologer,
Rochelle

0 Comments:

Post a Comment

<< Home