Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, May 11, 2006

Hvað er að ske?

Það hlýtur eitthvað mjög mikið að vera að, þegar 11 ára gamlar stelpur, segjast vera í megrun og neita sér um sælgæti, kökur, hvítt brauð, smjör, smurost, mjólk o.s.frv. og borða bara dökkt brauð, bygg og baunir. Hið sama er að segja um 11 ára stelpur sem óska þess heitast að fá stór brjóst og lýsa því svo yfir að ef ósk þeirra rætist ekki, þá muni þær fá sér sílikon. Hvað varð um sakleysi og áhyggjuleysi æskuáranna? Er lífið ekki þess virði að lifa því nema vera horrengla, með tan og stór brjóst? Eru þetta skilaboðin sem við erum að senda börnunum okkar? Ji dodda mía...

3 Comments:

  • At 4:33 PM, Anonymous Anonymous said…

    þökkum mtv, þökkum klámkynslóðinni, þökkum paris hilton, þökkum jessicu simpson, þökkum britney spears...

    þess vegna er lagið hennar pink, stupid girls góð ádeila á þessa þróun.

     
  • At 5:12 PM, Anonymous Anonymous said…

    Þetta er sko raunverulegt dæmi.

    Já, held að þessir krakkar horfi of mikið á Popp Tv.

    Já, myndbandið með Pink er helvíti skemmtilegt. Túlkaði það einmitt fyrir systur mína um daginn.

    Svo er náttla Silvía Nóttin okkar ádeila á þessa þróun líka! Áfram Silvía... ;)

     
  • At 5:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei, ekki aftur....

     

Post a Comment

<< Home