Halló...
Það er víst mánudagsmorgun. Allir dagar renna hins vegar í einn hjá mér. Skiptir ekki máli hvort það sé föstudagur eða mánudagur. Hins vegar góð helgi að baki. Náði heldur betur að hlaða batteríin. Rólegt föstudagskvöld, þar sem eldaður var góður matur og haft það huggulegt fyrir framan imbakassann. Útskriftarveisla hjá Hönnu á laugardagskvöldið, sem var mjög glæsileg í alla staði. Þar var heldur betur stjanað við okkur, séð til þess að allir væru með fullt glas öllum stundum! Og skinkurúllurnar slógu heldur betur í gegn! Fórum síðan heim til Hönnu í smá tjútt, þar sem ég tapaði mér með myndavélina. Fékk þá flugu í hausinn að hætta í lögfræðinni og gerast ljósmyndari. Alda var flott á því og bauð öllum upp á Tequila. Það er svo mikill stemmari að drekka Tequila. Klukkan varð síðan skyndilega 3 og stefnan tekin á bæinn. Ég var hins vegar fyrst ekkert alveg á því að fara í bæinn, þar sem mér þótti klæðnaður minn ekki alveg við hæfi, enda klædd að hætti Dorrit. Alda og Ásta sannfærðu mig hins vegar um að Dorrit myndi aldrei fara í leðurjakka. Mér leið aðeins betur við að heyra það! ;) Í bænum urðum við Ásta viðskila við hópinn, og álpuðumst inn á Glaumbar, þar sem við rifjuðum upp gamla tíma. Fórum síðan á Gauk á Stöng og hittum brjálaða gellu á WC-inu, sem endaði á því að púðra fésið á Ástu. Frekar fyndið. Síðan var dansað við lög hljómsveitarinnar Touch. Á dansgólfinu fóru Ásta og Þóra á kostum. Ég var sjálf í rólegri kantinum. ;) Er ekki frá því að smá nostalgíufílingur hafi hlaupið um mann, meðan maður rokkaði við Rage Against Machine lagið: Fuck you I won't do what you tell me! Minnti mig á grunnskólaböllin hérna í den. Ég, Ásta og Hanna enduðum síðan á Ingólfstorgi og gæddum okkur á pizzu frá Pizza Pronto, áður en haldið var í leigubílaröðina. Kom heim klukkan rúmlega 5. Langt síðan maður hefur tekið svona vel á því! :)
5 Comments:
At 11:20 AM,
Anonymous said…
Hehehe.. já takk fyrir kvöldið. Þetta var stuð.
á ekki að endurtaka slíkt djamm á næstunni :D
kv. ally matlock mason mccoy mcbeal.
At 11:48 AM,
Aldan said…
Þetta var alveg stórskemmtilegt kvöld!! ;) ég endaði heima um 8 leytið!! Það verður að endurtaka þetta!! ;)
At 1:42 PM,
Anonymous said…
Jebb, verðum að endurtaka þetta við tækifæri.
Kv. Manga
At 4:29 AM,
Bjorkin said…
Guð þetta var dúndur stuð, var búin að gleyma gellunni á klóinu, en man vel eftir þessu nuna.Kræst sú var ekki í lagi!!!
Jú auðvita þarf að endurtaka þetta aftur. Alltaf hressandi að taka smá á því og tjútta dáldið :)
kv.Ábe
At 4:18 AM,
Anonymous said…
Vá, Alda á greinilega metið! Heim um 8 leytið! Orðinn ansi mörg ár síðan ég kom heim svona seint! ;)
Já, Ásta ég var nú eiginlega bara hálf hrædd við crazy gelluna á WC-inu.
Kv. Manga
Post a Comment
<< Home