Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, July 31, 2006

Ja, hérna hér...

Þessi dagur er búin að vera spes. Hann hófst með stór-hreingerningunni miklu. Mér tókst síðan að læsa mig úti, í gegnsæjum hlírabol (og engum brjóstahaldara) og joggingbuxum með gati í klofinu. Hélt ég yrði ekki eldri! Var heillengi að ákveða hvernig ég ætti að snúa mér í stöðunni. Endaði síðan á því að banka upp á hjá einni nágrannakonu og fá að hringja. Það sem mér leið vandræðalega. En mér tókst að redda málunum! Eignaðist síðan nýja vinkonu hérna í hverfinu. Hún er reyndar ekki há í loftinu. Sú stutta segist vera 5 ára og ákvað bara sjálf að hún ætlaði í göngutúr með hundinn minn. Ég hafði ekki í mér að segja nei og lét hana plata mig í 2 göngutúra og lék síðan við hana út í garði. Það sem hún ráðskaðist með mig og hundinn. Hef aldrei lent í öðru eins. Hundurinn var farin að horfa á mig bænaraugum...(help me) Og hún ætlar sko að koma í heimsókn til mín á morgun. Hef aldrei kynnst svona sérstöku barni. Hef grun um að hún gæti verið af Indigo-kynslóðinni svokölluðu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home